Hvað er borgarbúskapur?

Borgarbúskapur er ekki nýtt fyrirbæri. Það  hefur fylgt manninu að rækta matvæli í  nágrenni við búsetu þar sem að aðgangur  að svæðisbundum mat tryggir ferskan og  næringaríkarn mat. Upp úr seinni heimstyrjöld  fór framleiðsla að færast fjær fólkinu með  iðnvæddumlandbúnaði. Sífellt stærri hópur er  ósáttur við þessa þróun og það fæðuóöryggi  sem hún hefur leitt af sér. Segja má að öflugur  borgarbúskapur skapi aðhald fyrir landbúnað  þar sem vel upplýstur almenningur gerir meiri  kröfur um hollustu og ferskleika. Á sjöunda áratugnum komu fram hugmyndir  um að samfélagslega hönnun sem felst í því  að skapa aðstæður fyrir almenning þar sem  hann getur haft áhrif á umhverfi sitt. Endurreisn  borgarbúskapar spratt upp úr þeim jarðvegi  og hefur framleiðslan í borgum heims aukist  úr 15% í 30% af neyslu borgarbúa frá árinu  1993 til  ársins 2005 (tölur frá United Nation  development program).

Margar borgir eru langt á leið komnar með að  innleiða öflugan borgarbúskap á meðan sífellt  fleiri borgir eru að prófa sig áfram með slíka  hugmyndafræði. Síðustu árin eru borgir sem  eru á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík  að bætast í hópinn. Má þar nefna Oslo og  Helsinki. Á Íslandi getum við auðveldlega ræktað  staðbundið allt það grænmeti sem að við  þörfnumst. Til þess að slíkt umhverfi verði  að veruleika er mikilvægt að efla  fjölbreytni  í ræktun.

Borgarbýli í Detroit. ref: http://business.financialpost.com/2013/08/09/detroits-urban-farmers-fight-to-save-city/
Borgarbýli í stórborginni Detroit.
Heimild: http://business.financialpost.com/2013/08/09/detroits-urban-farmers-fight-to-save-city/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: