Borgarbýli í Reykjavík?

Árið 1950 voru gróðurhús hér í Reykjavík þar sem að fólk hafði aðgang að fersku grænmeti. Í dag keyra flestallir borgarbúar hins vegar í næstu stórvöruverslun til að kaupa grænmeti sem oftar en ekki er ræktað í ókunnum löndum. Margir hafa ekki raunverulegt val um að velja innlent fram yfir erlent grænmeti sökum verðmunar. Tuttugu fermetra ræktunarsvæði ætti að sjá fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þetta þýðir að blettur á stærð við einn fótaboltavöll dugi fyrir tæpum 350 fjölskyldum. Almennings reknir grenndargarðar með sameiginlegri ræktun eru samt sem áður sjaldgæfir í Reykjavík þó að margir auðir blettir séu í borginni og aukinn áhugi meðal almennings að nýta landsvæðið til ræktunar. Á vef Betri Reykjavík má til dæmis sjá tvær tillögur að grenndargörðum sem hafa notið þó nokkurs stuðnings. Þó að veturnir séu harðir hér á Íslandi er ræktun á grænmeti möguleg næstum allt árið í kring með frumlegum og nýstárlegum ræktunarleiðum og einangruðum gróðurhúsum.

20140118-205953.jpg
Borgarbýli í Prinzessinen Garten, Berlín.
Heimild: http://www.dw.de/food-choices-that-help-the-planet/g-16721244

Matjurtargarðar Reykjavíkurborgar eru mjög vinsælir og það er meiri eftirspurn en framboð. Samt sem áður hefur fólk takmarkaðan tíma í deginum til að sinna eigin garði og væri því mjög spennt fyrir þjónustu sem býður upp á heilsusamlegt grænmeti ræktað í hverfinu. Nýrri kynslóðir hafa minni þekkingu í að rækta eigið grænmeti og því væri þessi þjónusta velkomin. Þessi þekking myndi aukast í grenndargörðum þar sem fólk getur bæði ræktað sitt eigið grænmeti en ræktun er einnig skipulögð þar sem að fagaðilar koma að vettvanginum og veita aðstoð.

Borgarbýlið okkar

kort
Hugmyndakort af Miðgarði – borgarbýli eftir Þóreyju Mjallhvíti.

Ræktunaraðferð:

Lífræn ræktun (ekki vottuð) Blönduð leið af permaculture og öðrum hagsýnum leiðum. Heilsársræktun, á veturna eru harðgerðari vetra plöntur ræktaðar en á sumrin ávextir eins og tómatar og paprikur. Árstíðarbundin ræktun, með áherslu á grænmeti sem eru ekki ræktað í miklu mæli hér á landi.

Hvað verður á staðnum:

• Húsnæði fyrir fræðslu og aðra samkomur
• Nokkur færanleg gróðurhús
• Almenningsgróðurreitir
• Lundur með bekkjum og ávaxtatrjám
• Eldhúsaðstaða
• Sameldi, fiskikör með fiskum og vatnsrækt
• Kryddjurtahús
• Hljómskáli

Teikning af húsi gerðu úr endurnýttum gámi. Fyrir aftan það má sjást aquaponics brúsar sem eru hluti af sameldi fiska og grænmetis.
Teikning af húsi gerðu úr endurnýttum gámi. Fyrir aftan það má sjást aquaponics brúsar sem eru hluti af sameldi fiska og grænmetis.
Teikning eftir Arnþór Tryggvason
Hér sést hvernig endurnýtt vörubretti eru notuð til að búa til býflugnabú, moltu og upphækkuð blómabeð
Hér sést hvernig endurnýtt vörubretti eru notuð til að búa til býflugnabú, moltu og upphækkuð blómabeð. Teikning eftir Arnþór Tryggvason

Áhersla er lögð á að almenningur og íbúar í hverfinu hafi aðgang að húsnæðum borgarbýlsins. Húsnæðin verða byggð úr tyrftum og einangruðum gámum. Eitt húsnæðið er miðstöð fyrir almenning og starfsfólk garðsins. Þar er hægt að hittast og jafnvel halda námskeið og aðrar samkomur.

Gróðurhúsin verða gerð úr plasti og ramma, þau verða einnig tyrft og einangruð eftir bestu getu. Jafnvel væri hægt að gera gróðurhús úr gámum, gleri og plasti. Öll húsnæði borgarbýlsins eru færanleg og því þarf ekki byggingarleyfi til að koma þeim upp.

Hverfisbúar hafa forgang að almenningsgróðurreitum þar sem þeir geta ræktað grænmeti á eigin ábyrgð. Þeir fá aðgang að verkfærum og þekkingu grenndargarðsins.

Lundur verður þar sem að hægt er að sitja og njóta umhverfisins. Þarna verða ávaxtatré og bekkir. Lundurinn er bæði ætlaður til dægrastyttingar en einnig til fræðslu þar sem að hægt væri að kenna um vistrækt utandyra. Svæðið á að vera opið og aðlaðandi. Inn á milli trjánna og húsanna er kjörið að bjóða listamönnum og koma til að halda sýninga.

Í borgarbýlinu verður eldhúsaðstæða, þó ekki endilega dýrar aðkeyptar græjur heldur leirofnar og grill.

Sameldi, eða aquaponics er leið til að samnýta ræktun á grænmeti en líka elda fisk.

Gaman er að hafa stað þar sem að fólk getur komið inn og notið kryddjurtailmsins.

Til að auka fjölbreytni er litill hljómskáli þar sem að fólk getur komið og haldið upp á viðburði eða haldið litla tónleika eða hafa listviðburði.

Með skynsamlegri ræktun, gróðurhúsum og kössum er hægt að rækta yfir vetrartímann. ref: http://www.vegetablegardener.com/item/2504/cold-frame-gardening/page/all
Með skynsamlegri ræktun, gróðurhúsum og kössum er hægt að rækta yfir vetrartímann.
Heimild: http://www.vegetablegardener.com/item/2504/cold-frame-gardening/page/all

Félagstrúktúr og skipulag

1. Borgarbýlið er rekið sem félagssamtök.

2. Félagsmenn borga borga þrepaskipt mánaðarleg félagsgjöld fyrir vikulegan grænmetisskammt og við þessa greiðslu hljóta þeir réttindi félagsmanna.

3. Til þess að gerast félagsmaður er einnig hægt að vera sjálfboðaliði hjá félagssamtökunum leggja fram vikuleg vinnuframlag.

4. Félagsmenn geta boðið sig fram í stjórn og hafa líka kosningarétt. Félagsmenn hafa einnig forgang að grænmetisræktuninni.

5. Stjórnin sér um að ráða framkvæmdarstjóra eða stýru sem að sér um daglegan rekstur, skipulag og framkvæmd og kannski nokkra aðra í almenna gróðurhúsarvinnu ef nægur sjóður er til.

6. Tilgangur stjórnar er að sjá til þess að hugsjón og tilgangur borgarbýlsins sé alltaf í hávegum höfð.

7. Haldin verða námskeið fyrir sjálfboðaliða til að kynna fyrir þeim permaculture og vinnuferli gróðurhússins. Í hverjum hóp verður fenginn sjálfboðaliði í kennslu. Sjálfboðaliðinn myndi síðan kenna öðrum og sjá til þess að allir skilji verkferlið. Á þennan hátt hvetjum við til aukinnar þáttöku og ábyrgðar.

One thought on “Borgarbýli í Reykjavík?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: