Félagslandbúnaður, félagsbúskapur eru heiti sem notuð hafa verið fyrir búskap og ræktun sem fylgir hugmyndum sjálfbærni og vistræktar (e. permaculture). Margskonar útfærslur eru á þessari gerð af ræktun. Grunnhugmyndin er sú að hópur einstaklinga vinna saman að sameiginlegri ræktun og deila afurðunum á sanngjarnan hátt. Eða þá að einstaklingur er ráðinn til að sjá um ræktunina og að afurðunum er síðan deilt á milli. Þannig geta allir hlotið góðs af. Hugmyndin er sú að manneskjur sjái hvaðan maturinn kemur, taki ábyrgð á ræktununni og komist í nánd við náttúruna.