Hugsjónin

Borgarbýlið á að vera fordæmisgefandi.
Þar sem að garðinum er ætlað að vera fordæmisgefandi á hann að vera eins opinn eins og hægt er. Fólk á að geta gengið frjálslega um en á sama tíma eftir reglum og háttum garðsins. Skólar og aðrir hópar geta fengið aðgang bæði til að taka þátt en á sama tíma til að læra hvernig verkum er háttað. Garðstjórnendur eiga að hvetja til heimsókna og fræðslu til þess að stuðla að vitundarvakningu um sjálfbærni í matarrækt..

Borgarbýlið á að sinna rétti almennings til að nálgast heilbrigða fæðu.
Matræktun í borginni veitir fólki aðgang að fersku og hollu grænmeti. Aðgangur að hollum mat ætti alls ekki að vera lúxus heldur sjálfsögð mannréttindi. Hollt grænmeti ræktað af fólkinu sjálfu ætti að veita öllum sama aðgangt að hollum mat.

Borgarbýlið á að vera staður til að endurheimta tengsl við náttúruna.
Borgarbýlið á að vera staður til að leyfa borgarbúum að aftengjast daglegu amstri og komast í tengsl við náttúruna. Hann á að gefa íbúum tækifæri á að “hlaða batteríin” og gefa þeim tækifæri á að fara inn í sumarið að vetri til. Rannsóknir síðastliðna áratugi hafa sýnt fram á mikilvægi þess til heilsueflingar. Ennfremur hafa rannsóknir sýnt fram á að náttúran er mjög vel til þess fallin að ýta undir að sálfræðileg endurheimt eigi sér stað. Það sama gildir um fulltrúa hennar í hinu manngerða umhverfi. Til að gegna þessu hlutverki sem best, þyrfti að huga að því að í grenndargörðunum sé fjölbreytt flóra fulltrúa náttúrunnar, t.d. rennandi vatn, blóm og gróður af ýmsu tagi.

Borgarbýlið á að vera staður þar sem að fólkið í hverfinu hittist og vinna saman.
Samfélagið í heild sinni þarf á vináttu og félagsskap samborgara sinna. Hverfisgarðar bjóða upp á vettvang þar sem að allir geta hist og unnið að sameiginlegum markmiðum sem að hagnast öllum. á að tengjast skapandi menningu Við viljum að listamenn af öllum toga hafi aðsetur í garðinum bæði mun þetta auka aðsókn í garðinn en líka auka sýnileika hans.

Borgarbýlið á að bjóða upp á fræðslu.
Fræðsla er mjög mikilvægur þáttur í borgar-búskap. Fræðslan gæti mótast af aðstandendum garðsins þar sem að slík starfsemi er oft mynduð af fólki með ólíkan bakgrunn. Garðurinn gæti tekið á móti skólahópum og almenningi. Hægt væri að halda námskeið um líffræna framleiðslu, moltugerð, matreiðslu, geymslu aðferðir á grænmeti yfir veturinn. Námskeið um reynslu aðstandenda af að setja upp samfélagsgróðurhús sem að hvetja fólk til ræktunar hvort sem það eru í samfélagsgörðum, eigin görðum eða heimahúsum.

Borgarbýlið á að vera sjálfbær.
Sjálfbærni er einn af grunnþáttum borgarbýlisins. Öll hverfi borgarinnar ættu að geta ræktað sína eigin fæðu og getað nálgast hann á auðveldan og réttlátan hátt. Sjálfbærni þýðir að jafnvægi sé í öllum grunnþáttum samfélagsins. Þá er talað um að til þess að eitthvað sé sjálbært er tekið tillit til áhrifa þess á samfélagið, umhverfið og efnahaginn.

Borgarbýlið á að vera með árstíðabundna ræktun.
Í garðinum á almenningur að geta nálgast grænmeti allan ársins hring sem er bæði fjölbreytt en líka árstíðabundið. Á vetrarmánuðum er ræktað hargerðara grænmeti en á sumrin. Á dimmustu vetrarmánuðunum er harðgert grænmeti tekið upp í frosti.

Borgarbýlið á að endurnýta.
Við viljum hanna gróðurhús sem að henta vel við íslenskar aðstæður. Áskorunin við gróðurhús í hverfum er að hanna byggingar sem að þarfnast “ekki” byggingarleyfis, falla vel að umhverfinu og nýta jafnframt náttúrulegar leiðir til að einangra húsin. Húsin þurfa að vera ódýr og einföld í uppsetningu. Nýta þarf efni úr nærumhverfinu sem að við erum auðug af ef að við lítum á rusl sem verðmæt byggingarefni. Með því viðhorfi erum við að draga úr notkun á innfluttum efnum og að nýta efnivið sem annars er fluttur út úr landi til endurvinnslu.

Borgarbýlið á að geta staðið undir sér fjárhagslega.
Borgarbýlið á að geta staðið undir sér fjárhagslega. Leiga á görðum, grænmeti í áskrift og ýmiss námskeið eiga að standa undir rekstrarkostnaði garðsins. Það hefur viss vitundarvakning átt sér stað og margir íslendingar hafa nú áhuga á að vita um uppruna vörunnar. Sífellt fleiri munu sjá sér hag af áskrift að grænmeti frá stað sem þeir þekkja.

Hackney City Farm í miðri London.  ref: http://www.francishur.com/hackney-city-farm.html
Hackney City Farm í miðri London.
Heimild: http://www.francishur.com/hackney-city-farm.html

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: