Seljagarður Urban Farm

Seljagarður is an urban farm that has been functioning for 5 years, where before there was a now defunct school garden project run by Reykjavík city in Iceland. The purpose of Seljagarður is to build community and facilities for growing vegetable. Instead of each member simply minding their own plot we are sharing the joys and discoveries of gardening, helping out new members, using methods of permaculture, having the tools, protecting and fertilizing the soil, sowing and harvesting at the right time. We have a polytunnel built together in our first year, a social grilling area which we have been shaping and fixing together as needed. The community of member is active participating in plans and parties. Since last year we have a very active board committee, which have organized a community supported agriculture program called ‘The land of heart*’, making a new growing area which allows more people be able to grow food together and take active part in creating a resilient food system in the most ethnically diverse neighborhood of the city.

Grill og gleði í Seljagarði.jpg

Seljagarður is in the midst of our neighborhood, 3 minute walk away from the main retail area. We are a place for education, discovery, recreation for every guest or a person passing through our urban farm. For the members, families and friends we are a place of direct contact with the ecosystem, for natural play, a gathering place of local community, a way to take part in active learning, a real viable and resilient solution to environmental concerns and way to move forward in to a happier, more aware and a stronger community.

 

Gróðurhúsið okkar og allskyns ræktun.jpg

Please go to our website and fill in application to sign up as a member and please email us or call if you have any questions!

Sigurður Unuson

 

*The land of heart = Hjartastaðir

(Svar Seljagarðs við könnun dagblaðsins Guardian)

Skráning hafin að nýju

Eftir hálfan vetur er kominn tími til að reka nefið upp úr snjónum og huga að næsta sumri. Ef vetur skildi kalla, þessi vetur hefur verið óvenju vægur. Trén byrjuðu að bruma og grasið að spretta. Við jarðarbúar getum búist við stórum sviptingum í veðurfari á næstu áratugum.

Eitthvað hefur losnað í garðinu, þannig endilega skráið ykkur hér á síðunni og biðjið um að fara á biðlista ef þið hafið áhuga á að komast að.

Munið að þó að ekki séu reitir í boði er alltaf hægt að koma og taka þátt. Kynna sér starfsemina, hasla sér völl í grænu byltingunni sem á sér stað í Seljagarði. Enn sem komið er er Seljagarður eini staðurinn í borginni (ef ekki á landinu) sem býður upp á hverfisrekinn garð með aðgang að gróðurhúsi.

Ef að þið hafið áhuga að taka þátt en eruð nýgræðingar og langar að læra, þá er þetta rétti staðurinn. Við hittumst reglulega og deilum ráðum í matjurtarækt, lærum af hvor öðrum og reynum okkur áfram.

Nýtt sumar – nýtt líf

Já, eftir hræðilega storma og hnífsveiflandi ungmenni í Breiðholtinu, lifði fallega gróðurhúsið okkar ekki af veturinn. Í garðinum má sjá berangurslega járnsveiga gróðurhússins og tætt plastið blaka í vorgolunni. Að sama skapi lítur nú reisulega hofið okkar frekar út eins og skakki turninn í Pisa.

En við erum ekki af baki dottin! Nægur sjóður var eftir styrkjasöfnun síðasta árs til að kaupa hart plast sem að vonandi stenst unga kutalinga og stormsveipi Breiðholtsins!

Borgin ætlar að sleppa takinu á reitinum aðeins meir en vanalega og mun tilkynna leigjendum hægt verði að leigja hvern reit til langstíma og af því gefnu muni hætta að plæja reitinn. Samt sem áður hefur borgin boðist til að hjálpa okkur við undirbúning á garðinum þannig að hann geti verið tilbúinn fyrir framtíðina.

Bananapartí í Seljagarði

Loksins fengum við gott veður og nýttum tækifærið til að búa til eldstæði. Í lok vinnunnar skelltum við svo bönönum og súkkulaði á nýja grillið okkar og framreiddum með ís. Þetta var yndislegur dagur með yndislegu fólki. Ekki verður langt að bíða með næsta viðburð því að bráðum verður plastið sett á fína gróðurhúsið okkar og ekki veitir af aukahöndum við þá vinnu. Frábært verður að geta í lok vinnunnar boðið upp á grillaðar veitingar á glænýja og æðislega eldstæðinu okkar.

 

Vaskir vinnufélagar í júnímánuð

Heilmikið var gert í þessum mánuði. Við lögðum svarta ruslapoka yfir ónýttu svæðin okkar til að stoppa arfann af, reistum stálkofann góða (sem er enn sem komið ónefndur, tillögur eru Sælukofinn, Sigurboginn, Akrapolis og Seljapolis), svo hjálpuðum við að bera og moka holur fyrir gróðurhúsið sem mun vera tilbúið í lok júlí.

Vinnuskólinn kom og lærði sjálfbærni og hjálpaði til við að setja plastpokana niður og svo komu Jöklaborgarbörn og settu fínu skiltin sem þau máluðu við beðin.

Við erum núna komin með ávaxtalund. Garðheimar voru svo góð að gefa okkur tveggja metra hátt kirsuberjatré og svo vorum við þegar komin með tvö ung eplatré!