Hvað nú og hvers vegna

Nýstárlegir gróðurpottar. Mynd tekin úr greininni „New Urban Farming Laws in the Big Apple“ sem fjallar um lagasetniningu um aukinn hlut borgarbýla og ræktunar í New York borg. ref: http://questpointsolarsolutions.com/?p=12576
Nýstárlegir gróðurpottar. Mynd tekin úr greininni „New Urban Farming Laws in the Big Apple“ sem fjallar um lagasetningu um sjálfbærni og aukinn hlut borgarbýla í New York borg. heimild: http://questpointsolarsolutions.com/?p=12576

Sjálfbærni er nauðsyn

Sjálfbærni er krafa samtímant, nauðsyn sem að við getum ekki leyft okkur að sniðganga. Í nýútkominni skýrslu HÍ um neyslumynstur Íslendinga kemur fram að ef allir jarðabúar taki upp íslenskum lífsstíl þá þurfi 6 jarðir til að anna því.  Áskorunin sem að við stöndum frammi fyrir er að skapa okkur betri skilyrði til að vera sjálfbær.

Hægt er að aðlaga sjálfbærni að nútímanum en til þess þarf fólk að geta séð út fyrir það sem er, notað ímyndunaraflið til að láta sig dreyma um hinn fullkomna heim því án drauma nálgumst við ekki markmiðið. Ef við lítum  á sjálfbærni sem hinn raunverulega gjaldmiðil þá eygir í von. Sólin mun líklega lifa í 5 billjónir ára og því þarf að horfa langt fram í tímann ef að við ætlum að skapa komandi kynslóðum pláss á jörðinni.

Borgarbýli í Reykjavík verður að veruleika

Borgarbýli í Reykjavík er metnaðarfullt verkefni. Að mörgu þarf að hyggja til að láta þessa garða að verða að veruleika. Það þarf að sjá til þess að þátttaka hverfisins verði nægilega mikil til að halda garðinum gangandi, það þarf að sjá til þess að nægilegar tekjur séu af afurðum garðsins til að borga fyrir starfsmann í garðinn, það þarf einnig að sjá til þess að námskeið í sjálfbærum lifnaðarháttum séu vel skipulögð. Þar að auki þarf að koma garðinum í gang, finna lóð, útbúa húsnæði fyrir þarfir borgarbýlisins, skipuleggja rekstur, þjónustu og þannig fram eftir götum.

Þetta verkefni er nýung hér á Íslandi. Þó að til séu matjurtagarðar fyrir einstaklinga til að leigja eða aðstöður fyrir garðyrkju í heimagörðum, hefur aldrei verið lagt í að útbúa garð fyrir allt hverfið til að eiga samastað í ræktun matjurta. Stað sem býður upp á þátttöku almennings og menntun. Þetta er hins vegar engin nýjung í öðrum lönum. Jafnvel í löndum á sömu breiddargráðu, með álíka kalda vetur og á Íslandi hafa samfélagsrekin borgarbýli sprottið upp.

Vistræna byltingin

Þessi borgarbýli eru hluti af vistrænni byltingu sem að er hægt og býtandi er að dreifa úr sér út um allan heim. Sjálfbærni er ekki lengur lúxus hugsjón, heldur er hún orðin að nauðsyn. Og við getum gert það án þess að fara aftur til fortíðar. Við erum erum ekki sama fólkið eins og forfeður okkar og formæður sem að börðust við veturinn og gátu varla séð sér fyrir mat. Nútímalegir hættir í sjálfbærni þýðir ekki að við þurfum að breytast í ómenntaða kotbændur í strigaklæðnaði, alltaf í mörkum sultar. Ótrúlegar uppfinningar hafa komið fram á síðustu áratugum sem að gera ræktun mögulega hvar sem er og allar nýjungar og uppgötvanir fljúga um netið á ljóshraða. Formæður okkar og forfeður voru ekki með gróðurhús, niðurgrafin eða upphituð, þau voru ekki með glerkassa sem hægt var að rækta í, þau voru hvorki með rennandi vatn eða rafmagn. Þau voru í einu máli sagt ekki með sömu tæki, þekkingu eða tól eins og við erum með. Okkar sjálfbærni mun ekki vera hin sama eins og sjálfbærni torfkofanna síðustu aldar.

Íslenskir kotbændur í Borgarhöfn. Heimild: http://hector.blog.is/blog/hector/entry/1118514/
Íslenskir kotbændur í Borgarhöfn. Heimild: http://hector.blog.is/blog/hector/entry/1118514/

Borgarbýli í Reykjavík er nýjung á Íslandi en á sér mörg fordæmi víða erlendis.  Hugmyndafræði garðanna byggist á heildrænni nálgun þar sem lögð er áhersla á að efla félagstengsl íbúa, skapa umhverfi sem ýtir undir vellíðan fólks, breiða út hugmyndum um sjálfbærni og efla vitund fólks um hollustu.  Vonast er til að slíkir garðar hafi smitandi áhrif út í samfélagið og komi af stað fleiri hugmyndum. Það myndi t.d lífga mjög upp á bæinn ef fólk sæi möguleika í að rækta í upphækkuðum beðum út um víðan völl, færi að rækta í eigin görðum og jafnvel sæi möguleika í að nýta kjallararýmið undir svepparækt. Þetta er allt hægt og hefur verið gert út um allt og einnig í löndum á sömubreiddargráðu og Ísland.

Næstu skref

Fyrsta skrefið verður að vera lítið. Vonandi fáum við lóð til að gera tilraunir í sjálfbærum lifnaðarháttum. Við viljum fá tækifæri til að sannreyna að þetta sé hægt, gefa okkur tíma til að fá almenninginn og hverfið með okkur í lið. Mikilvægt er að að garðurinn verði virkur þáttur í samfélaginu. Tengja þarf verkefnið við önnur verkefni í borginni og mynda tengsl við félög sem vinna að sjálfbærni og stuðla að öflugri fræðslustarfsemi. Huga þarf að því hvaða þjónustu á að veita og hvernig eigi að fá íbúa til að taka þátt í samfélaginu. Hvernig rekstarfyrirkomulagið á að vera svo að garðarnir geti orðið sjálfbærir. Áætlað er að garðurinn verði komin upp sumarið 2015 en hægt verði að taka fyrstu skrefin strax í sumar en miklar líkur eru á því að lóð fáist undir garðinn fyrir sumarbyrjun. Vonast er til að í sumar fáist einnig fjármagn til að safna í þverfaglegan hóp af sérfræðingum til að vinna að rannsóknum sem að gætu nýst til að byggja upp garða víðs vegar um borg.  Einnig er verið að leita leiða til að fá sem fjölbreyttasta hóp inn í verkefnið sem hefur áhuga á eflingu borgarbúskaps í Reykjavík og verður öllum hugmyndum og framlagi til uppbyggingar á svæðinu tekið fagnandi.

Gulleggið og Nordmatch

Hópurinn situr ekki auðum höndum á meðan við bíðum eftir svari frá lóðareigendunum. Þessa stundina er ein okkar stödd í Finnlandi á  Nordmatch þar sem að hún mun kynna verkefnið okkar fyrir dómsnefnd. Einnig ætlar hópurinn að taka þátt í Gullegginu hér á Íslandi. Gulleggið er frumkvöðla samkeppni sem að bíður einstaklingum og hópum að móta hugmyndir sínar með aðstoð sérfræðinga. 

Einnig erum við byrjuð að mynda tengingar við aðra hópa með svipaða hugsjón og við sjálf. Ef að þú ert að lesa og ert í forsvari fyrir hóp eða félag sem að kennir sig við umhverfisvernd, sjálfbærni, mannréttindi og gleði endilega vertu í bandi við okkur í tölvupóstfangið grenndargrodurhus@gmail.com.

reykjavik
Sérlega snotur mynd af Reykjavíkurborg og Esjunni. Heimild: http://www.stepbystep.com/things-to-do-on-holidays-in-reykjavik-iceland-18020/

Lóð og svæði til ræktunar

Eins og stendur er hópurinn að leita að lóð fyrir garðinn og mögulegum samstörfum. Það er í mörg horn að gæta, við erum með lista yfir aðila sem við þurfum að tala við. Ákjósanlegast væri að finna stað sem er í miðju hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem að er vel sýnilegur öllum þeim sem eiga leið hjá. Við viljum að sem flestir geti séð hvaða starfsemi væri í gangi. Draumurinn er náttúrulega að grenndargarðarnir spretti upp um allan bæ.

Við erum í samningarviðræðum við eigendur lóðar í Austurbænum, enn sem komið er ekkert hins vegar ákveðið. Vonandi kemur hér tilkynning innan skamms um að lóðin sé fundin!