GARÐREGLUR

Seljagarður í hnotskurn

Hér eru nokkur atriði sem mikilvægt er að lesa áður en komið er í garðinn.

1. Sameiginlegur garður, sameiginlega tæki og tól, sameiginleg ábyrgð

Garðurinn er rekinn alfarið af sjálfboðaliðum og áhugasömum garðyrkjuunnendum. Því er mikilvægt að hver sjái um að ganga vel um og skilji húsið og öll verkfæri eftir í góðu ástandi. 

Það er enginn umsjónarmaður sem að gengur frá eftir aðra. Við fengum reitinn að láni frá borginni en þeir veita enga sérstaka aðstoð nema beðið sé um það. Við höfum hingað til fengið frá þeim moltuhaug, möl, sand og lánuð tæki. 

Allar skóflur og græjur eru eign garðsins og því leyfilegt að nota þær. Gangið frá eftir notkun.

2. Vökvun

Við reynum að vinna saman yfir sumarið, ef einhver fer erlendis er hægt að biðja um að aðrir vökvi fyrir sig. En þá er mikilvægt að bjóða fram aðstoð sína til skipta í einhverskonar formi 

Inni í gróðuhúsinu er sjálfvirkt vökvunarkerfi, passa þarf að stillingar séu í lagi og í samkomulagi og samráði við aðra.

3. Allir einstaklingarnir eru sjálfstæðir en vinna saman að hag garðsins yfir sumarið

Garðhittingur er kl. 17 á fimmtudögum og frá kl.11 á laugardögum þar sem unnið er í sameiginlega garðinum. Þá er hægt að skiptast á dögum til að vökva. Frjálst er að mæta á öðrum tímum og stinga upp á hitting á síðunni okkar.

Ekki er fyrirskipað að fólk mæti til að sjá um sameinilega reit eða aðhald að garðinum. En æskilegt er að fólk mæti allaveganna einu sinni ef ekki oftar til að hjálpa með ýmis sameiginleg verk. Á góðviðrisdögum eru haldin vinnupartí, þá er tekið til, stígar grafnir, gróðurhúsinu viðhaldið, arfinn reittur og svo að lokum grillað. 

4. Arfi

Arfi dreifir úr sér og sækir í garðinn við hliðin á þínum garði. Ákaflega mikilvægt er að sjá til þess að arfinn þinn fari ekki að blómstra. Gott ráð er að týna arfa í byrjun sumarsins til að fyrirbyggja dreifingu hans. Ef að arfinn fer að taka yfir beðið þitt er líklegt að við munum vera í bandi til að tékka á þér. Ef að garðurinn situr óáreittur, engar plöntur að sjá og bara arfi, munum við bregða á það örþrifa ráð að plasta reitinn til að fyrirbyggja að arfinn dreifi sér.

Gott er að reyna að reita arfann einu sinni í hverri viku ef hægt er en þá er umhirðan leikur einn.

5. Arfadúkur eða plast

Ef að þið sjáið ekki fram á að rækta einn af reitunum ykkar, býðst ykkur að fá dúk eða plast til að verja frá arfafræjum.

Það er líka mögulegt að deila fræjum af þekjuplöntum til að hvíla reitinn.

6. Forræktun í mars og aðalfundur í lok sumars

Við hittumst í byrjun mars  og skellum niður í potta, þá berum við saman bækur og tölum um garðinn. Þá förum við yfir það sem betur hefði geta farið á síðasta ári. Þó að fólk sé ekki stjórninni eru öllum velkomið að axla ábyrgð og taka ákvaranir með öðrum um lífið og starfið í garðinum.

Í september er haldinn aðafuldur, þá er tækifæri fyrir fólk að bjóða sig fram í stjórn. Ef þú hefur áhuga á að vera með, láttu þá af þér vita! Við erum spennt að fá að kynnast nýjum rót-tæklingum. 

7. Plæging

Til þess að unnt væri að bjóða upp á langtímaræktunarreiti er ekki hægt að plægja garðinn. Það er ekki verra að sleppa plægingu, þetta þýðir að þú getur byggt upp jarðveginn í þínum reit og jafnvel unnið markvisst gegn arfanum. Því meira sem er arfreitt því minni verður arfinn á komandi árum. Gallinn við þetta er hins vegar að jarðvegurinn getur verið þéttur í byrjun sumars, þá er gott að lofta moldina með gaffli og jafnvel henda náttúrulegum áburð í reitinn þinn.

8. Gróðuhúsið

Til þess að allir fái nóg pláss hefur verið ákveðið að hámarksfjöldi inn í gróðurhúsinu sé 10. Ef að færri skrá sig munum við stækka reitina fyrir þá sem skráðir eru.

9. Sameiginlegt svæði

Seljagarður byrjaði sem tilraunaverkefni í sameiginlegri ræktun. Garðurinn þróaðist náttúrulega yfir í leigða langtíma og einstaklingsreiti. Sameiginlegt svæði er þó enn í garðinum þar sem er öllum velkomið að vinna að. Hægt er að ættleiða beð og rækta fjölærar plöntur eða annað.

10. Grillið og hittingar

Garðunnendum sem að hafa borgað gjöld og fengið reit er velkomið að grilla í sameiginlega grillinu okkar og bjóða vinum sínum. Augljóslega er hávaði, ofdrykkja og eiturlyfjaneysla harðbönnuð.

11. Sjálfbærni, umhverfisvernd og náttúra

Það þarf varla að segja það… en í garðinum okkar reynum við að hafa allt náttúrulegt og því er eitur harðbannað nema í samráði við alla í garðinum og við einhverskonar hamfara plágu.

12. Skráning og greiðsla

Skráning fer fram í gegnum vefsíðun okkar á slóðinni: https://seljagardur.is/skraning/

Síðan verður raðað í garðinn og ykkur mun að lokum berast kort með staðsetningu reitsins og stærð.

Skráning telst fullgild þegar að greitt er, send verður rukkun í heimabanka. Annars er líka möguleiki á að leggja inn á reikninginn okkar:

  • Leggið inn á kt 470314-1410
  • reikn: 526-26-141410

13. Verðskrá

  • Breytist árlega, kíkið undir verðskrá

14. Langtímaleiga

Gengið er að því að leigendur vilji halda áfram næsta sumar. Ef hætt er við að leigja reitinn ber leigjanda að láta vita af því fyrir lok janúar næstkomandi árs svo að að hægt sé að finna nýjan leigjanda

%d bloggurum líkar þetta: