NÝTT! Félagslandbúnaður í Seljagarði sumarið 2018

framtíðarsýn.jpg

Seljagarður vill bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir fjölbreyttar þarfir borgarbúa. Fyrstu árin einbeittum við okkur að búa til kerfi fyrir einstaklingsreiti en nú erum við loks erum við að færa út kvíarnar.  Næsta sumar stefnum við á að bjóða bæði upp á einstaklingsreiti en líka uppá sameiginlega ræktun. En hvernig virkar að hafa sameiginlega ræktun? Hver tekur upp, hver sér um og hver fær hvað af uppskerunni?

Félagslandbúnaður (félagsbúskapur)

Félagsbúskapur er kerfið bakvið sameiginlega ræktun. Kerfinu verður þannig hagað að meðlimir greiða meðlimagjald fyrir sumarið. Einn umsjónarmaður eða tveir sinna ræktun og skipulagi á ræktuninni. Uppskerunni er síðan deilt jafnt á milli meðlima. Umsjónarmaður mun skipuleggja alla vinnu, uppskeru og útdeila afurðunum á milli meðlima.

Námskeið

DSCF2864

En félagbúskapur er í eðli sínu félagslegur, hann er ekki rekinn af gróðahagsmunum, frekar af samlífi gróðurs og manna. Við í Seljagarði viljum fá fólk inn í garðinn til að taka þátt og læra að rækta ofan í sig og sína. Því munum við bjóða upp á vinnunámskeið innan félagsbúskaparins. Þeir sem taka þátt í námskeiðum leggja fram aukna orku, hugmyndir og félagskap og munu gera sameiginlegu ræktunina í Seljagarði öflugari.

Fyrirkomulag vinnunámskeiðanna verður þannig að meðlimum er gefinn afsláttur ef þau taka þátt í námskeiðunum. Námskeiðin munu því vera öllum til góðs. Verkefnin eru fjöldamörg í umsjón garðs. Til að mynda er arfatýnsla flóknara fyrirbæri en halda mætti, margir nýgræðlingar í garðrækt koma af fjöllum þegar kemur að því að þekkja arfa frá matjurtum.

Forræktunarnámskeið: Hér verður forræktun á dagskrá.
Undirbúningsnámskeið: gera beðin tilbúin, setja skít, lyfta beðum, upphækkuð beð
Aðhaldsnámskeið: arfatýnsla og viðhald á garði
Uppskera og annað: hvernig á að hreinsa og ganga frá.

 

ATH. Rafrænt skráningareyðublað má finna á www.seljagardur.is/skraning. 

grænmeti.jpg

Auglýsingar