Eftir hálfan vetur er kominn tími til að reka nefið upp úr snjónum og huga að næsta sumri. Ef vetur skildi kalla, þessi vetur hefur verið óvenju vægur. Trén byrjuðu að bruma og grasið að spretta. Við jarðarbúar getum búist við stórum sviptingum í veðurfari á næstu áratugum.
Eitthvað hefur losnað í garðinu, þannig endilega skráið ykkur hér á síðunni og biðjið um að fara á biðlista ef þið hafið áhuga á að komast að.
Munið að þó að ekki séu reitir í boði er alltaf hægt að koma og taka þátt. Kynna sér starfsemina, hasla sér völl í grænu byltingunni sem á sér stað í Seljagarði. Enn sem komið er er Seljagarður eini staðurinn í borginni (ef ekki á landinu) sem býður upp á hverfisrekinn garð með aðgang að gróðurhúsi.
Ef að þið hafið áhuga að taka þátt en eruð nýgræðingar og langar að læra, þá er þetta rétti staðurinn. Við hittumst reglulega og deilum ráðum í matjurtarækt, lærum af hvor öðrum og reynum okkur áfram.