Nýtt sumar – nýtt líf

Já, eftir hræðilega storma og hnífsveiflandi ungmenni í Breiðholtinu, lifði fallega gróðurhúsið okkar ekki af veturinn. Í garðinum má sjá berangurslega járnsveiga gróðurhússins og tætt plastið blaka í vorgolunni. Að sama skapi lítur nú reisulega hofið okkar frekar út eins og skakki turninn í Pisa.

En við erum ekki af baki dottin! Nægur sjóður var eftir styrkjasöfnun síðasta árs til að kaupa hart plast sem að vonandi stenst unga kutalinga og stormsveipi Breiðholtsins!

Borgin ætlar að sleppa takinu á reitinum aðeins meir en vanalega og mun tilkynna leigjendum hægt verði að leigja hvern reit til langstíma og af því gefnu muni hætta að plæja reitinn. Samt sem áður hefur borgin boðist til að hjálpa okkur við undirbúning á garðinum þannig að hann geti verið tilbúinn fyrir framtíðina.

Birt af Seljagarður borgarbýli

Samfélagslega rekinn grenndargarður og gróðurhús í Breiðholti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: