Nýtt sumar – nýtt líf

Já, eftir hræðilega storma og hnífsveiflandi ungmenni í Breiðholtinu, lifði fallega gróðurhúsið okkar ekki af veturinn. Í garðinum má sjá berangurslega járnsveiga gróðurhússins og tætt plastið blaka í vorgolunni. Að sama skapi lítur nú reisulega hofið okkar frekar út eins og skakki turninn í Pisa. En við erum ekki af baki dottin! Nægur sjóður var eftirHalda áfram að lesa „Nýtt sumar – nýtt líf“

Bananapartí í Seljagarði

Loksins fengum við gott veður og nýttum tækifærið til að búa til eldstæði. Í lok vinnunnar skelltum við svo bönönum og súkkulaði á nýja grillið okkar og framreiddum með ís. Þetta var yndislegur dagur með yndislegu fólki. Ekki verður langt að bíða með næsta viðburð því að bráðum verður plastið sett á fína gróðurhúsið okkarHalda áfram að lesa „Bananapartí í Seljagarði“

Vaskir vinnufélagar í júnímánuð

Heilmikið var gert í þessum mánuði. Við lögðum svarta ruslapoka yfir ónýttu svæðin okkar til að stoppa arfann af, reistum stálkofann góða (sem er enn sem komið ónefndur, tillögur eru Sælukofinn, Sigurboginn, Akrapolis og Seljapolis), svo hjálpuðum við að bera og moka holur fyrir gróðurhúsið sem mun vera tilbúið í lok júlí. Vinnuskólinn kom ogHalda áfram að lesa „Vaskir vinnufélagar í júnímánuð“

Stálrammadagurinn

Í dag mætti galvaskur hópur grasróttæklinga og flutti stálramma yfir í Seljagarð. Skemmtilegur pistill um dagsverkið er hér á náttúrunni-punktur-is Á morgun verður síðan hist á reitinum klukkan 13 þar sem nóg er að gera. Verkefni morgundagsins verða fjölbreytt og vonandi geta allir tekið þátt á eigin forsendum. Við viljum bara helst að allir séu glaðir í sumarblíðunniHalda áfram að lesa „Stálrammadagurinn“

Leikskólinn Jöklaborg setur niður kartöflur

Á miðvikudaginn komu krakkar úr Jöklaborg og settu niður kartöflur. Þegar beðin sjást að ofan frá lítur reiturinn okkar næstum því eins og mósaík mynd. Þetta verður fallegt þegar að fræin og kartöflurnar fara að skjóta kolli. Næstu helgi verður fjör, þá ætlum við að skella upp sæluhúsi þar sem við getum ræktað döðlur, tómata,Halda áfram að lesa „Leikskólinn Jöklaborg setur niður kartöflur“

Sáningarhátíð

Þrátt fyrir gráan og gugginn dag mættu ótrúlega margir á fyrsta viðburð sumarsins í Seljagarði. Hér eru myndir af deginum, við bjuggum til stíga og beð í stóra moldarbeðið okkar, settum niður kartöflur og sáðum fræjum og allskyns grænmeti. Hinrik Carl frá Slow food hreyfingunni gaf okkur súpu og Markús Bjarnason spilaði fyrir okkur ljúfa tóna!