Á miðvikudaginn komu krakkar úr Jöklaborg og settu niður kartöflur. Þegar beðin sjást að ofan frá lítur reiturinn okkar næstum því eins og mósaík mynd. Þetta verður fallegt þegar að fræin og kartöflurnar fara að skjóta kolli.
Næstu helgi verður fjör, þá ætlum við að skella upp sæluhúsi þar sem við getum ræktað döðlur, tómata, vínber, kryddjurtir og aðrar kræsingar. Endilega kíkið við og takið þátt!