Þrátt fyrir gráan og gugginn dag mættu ótrúlega margir á fyrsta viðburð sumarsins í Seljagarði. Hér eru myndir af deginum, við bjuggum til stíga og beð í stóra moldarbeðið okkar, settum niður kartöflur og sáðum fræjum og allskyns grænmeti. Hinrik Carl frá Slow food hreyfingunni gaf okkur súpu og Markús Bjarnason spilaði fyrir okkur ljúfa tóna!
Sáningarhátíð
