Vaskir vinnufélagar í júnímánuð

Heilmikið var gert í þessum mánuði. Við lögðum svarta ruslapoka yfir ónýttu svæðin okkar til að stoppa arfann af, reistum stálkofann góða (sem er enn sem komið ónefndur, tillögur eru Sælukofinn, Sigurboginn, Akrapolis og Seljapolis), svo hjálpuðum við að bera og moka holur fyrir gróðurhúsið sem mun vera tilbúið í lok júlí.

Vinnuskólinn kom og lærði sjálfbærni og hjálpaði til við að setja plastpokana niður og svo komu Jöklaborgarbörn og settu fínu skiltin sem þau máluðu við beðin.

Við erum núna komin með ávaxtalund. Garðheimar voru svo góð að gefa okkur tveggja metra hátt kirsuberjatré og svo vorum við þegar komin með tvö ung eplatré!

Birt af Seljagarður borgarbýli

Samfélagslega rekinn grenndargarður og gróðurhús í Breiðholti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: