Hjartastaðir í Seljagarði! Félagslandbúnaður með fræðslu

Seljagarður rekur Hjartastaði, félagslandbúnað með fræðslu. Ræktað verður fjölbreytt úrval af grænmeti á Hjartastöðum, Seljagarði í Breiðholti.

 • Umsjónarmaður sér um skipulag á ræktuninni, forræktun og vinnuumsjón.
 • Meðlimir greiða 35.000 kr fyrir árið og taka þátt í vinnu í garðinum eftir getu.
 • Uppskerunni verður síðan deilt jafnt á milli meðlima vikulega frá lok júní til lok ágúst.
 • Námskeið verða í boði fyrir meðlimi og fjölskyldur þeirra.
 • Fjórir fræðsludagar verða haldnir yfir tímabilið, þar verður unnið saman og fræðst.
 • 5000 krónur verða endurgreiddar af gjaldi ef tekið er þátt í að minnsta kosti 3 af 4 fræðsludögunum.

Tilvalið fyrir fjölskyldur, foreldra, afa og ömmur og börn, einnig tilvalið fyrir vinahópa. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum.

Félagslandbúnaður  ❤

Seljagarður vill bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir fjölbreyttar þarfir borgarbúa. Fyrstu árin einbeittum við okkur að búa til kerfi fyrir einstaklingsreiti en nú erum við loks að færa út kvíarnar. Næsta sumar stefnum við á að bjóða áfram upp á einstaklingsreiti en líka uppá sameiginlega ræktun, félagslandbúnað á Hjartastöðum í Seljagarði. En hvernig virkar að hafa sameiginlega ræktun? Hver tekur upp, hver sér um og hver fær hvað af uppskerunni?

Félagslandbúnaður er kerfið bakvið sameiginlega ræktun. Kerfinu verður þannig hagað að meðlimir greiða meðlimagjald fyrir sumarið. Einn umsjónarmaður eða tveir, eftir þörfum, sinna ræktun og skipulagi á ræktuninni. Uppskerunni er síðan deilt jafnt á milli meðlima. Umsjónarmaður mun skipuleggja alla vinnu, uppskeru og útdeila afurðunum á milli meðlima. Sjá nánar með því að smella á hlekk hér að neðan.

ATH. Rafrænt skráningareyðublað má finna hér.

Námskeið

DSCF2864Félagslandbúnaður er í eðli sínu félagslegur. Við í Seljagarði viljum fá fólk inn í garðinn til að taka þátt og læra að rækta mat fyrir sig og sína. Því munum við bjóða upp á vinnu- og fræðslunámskeið innan félagslandbúnaðarins. Þeir sem taka þátt í námskeiðum leggja fram orku, hugmyndir og félagskap og efla sameiginlegu ræktunina í Seljagarði. Seljagarður og Hjartastaðir í Seljagarði starfa ekki með gróðahagsmuni í huga, heldur er markmiðið að efla samfélagið okkar og stuðla að sjálfbærri þróun og mataröryggi í framtíðinni.

Verkefnin eru fjöldamörg í umsjón garðs. Til að mynda er arfatínsla flóknara fyrirbæri en halda mætti, margir nýgræðlingar í garðrækt koma af fjöllum þegar kemur að því að þekkja arfa frá matjurtum.

 • Verkleg fræðsla í matjurtarækt og garðyrkju
  reglulega frá apríl fram í september.  Fjórir verklegir fræðsludagar. Kynnt síðar 
 • Listnámskeið undir berum himni fyrir fjölskyldur og börn
 • Útiskúlptúrnámskeið, tálgun og smíði fyrir fjölskyldur og börn
 • Vindhljóðfæragerð fyrir fjölskyldur og börn
 • Yrkjum ljóð, yrkjum land. Námskeið í ljóðagerð fyrir fjölskyldur og börn.

 

Banner


Borgarbóndi

víðivafningur
Sigurður Unuson hjá útilistaverki sem hann gerði með börnum í Fellaskóla.

Umsjónarmaður félagslandbúnaðarins á Hjartastöðum í Seljagarði heitir Sigurður Unuson, hann er með margra ára reynslu í borgarræktun. Hann hefur undanfarin ár verið borgarbóndi og haldið bændamarkað víðsvegar um borgina. Hann hefur lært vistrækt og er í stjórn Vistræktarfélags Íslands.


Myndlistarnámskeið

2016-07-30-13-50-35
Þórey og Guðný í Seljagarði.

Kennarar verða myndlistakennararnir Guðný Rúnarsdóttir og Þórey Mjallhvít og borgarbóndinn Sigurður Unuson. Guðný er með BA gráðu í myndlist frá LHÍ. Auk þess lauk hún meistaranámi í listkennslu frá LHÍ árið 2013. Þórey er teiknari og myndlistakennari með meistaragráðu í ritlist.

uppskera
Uppskera vikulega frá lokum júní fram í lok ágúst.

 

ATH. Rafrænt skráningareyðublað má finna hér.

 

Sjálfbærni – vistrækt – lýðheilsa – náttúrutenging – fjölskylduvænt – skóli

framtíðarsýn.jpg

%d bloggurum líkar þetta: