Laugardaginn 13. júlí kl. 12 verður haldin vistræktarhviða (e. permablitz) í samstarfi Vistræktarfélags Íslands við Seljagarð borgarbýli.
Að þessu sinni verður kennd aðferðin við að búa til „lasagna-beð“ fyrir fullorðna. Sáð verður svo fyrir jurtum sem verða seldar á útimarkaði í lok sumars í söfnun fyrir nýju gróðurhúsi. Kennari er Sigurður Unuson, garðyrkjumaður.
Einnig verður stutt listasmiðja fyrir börn í útilist. Unnið verður með náttúruleg form og innblástur úr náttúrunni. Kennari er Guðný Rúnarsdóttir, listakona og kennari.
Dagskrá
12:00 Kynning á deginum
12:15 Vinnusmiðja í útiskreytingu fyrir börn
12:15 Vinnusmiðja í að búa til lasagnabeð.
13:00 Súpa og brauð í boði fyrir alla þátttakendur.
Þátttaka er ókeypis! Skráning fyrir neðan