Um okkur

Seljagarður er hér: kort og komik

Seljagarður er hverfisrekinn grenndargarður með köldu gróðurhúsi þar sem fólk getur leigt til langs tíma bæði úti og inni í gróðurhúsi. Garðurinn varð til árið 2014 þegar hópur áhugasamra ræktenda fengu afnot af gömlu matjurtagörðunum í Jaðarseli og reistu þar gróðurhús.

Seljagarður er rekinn af sjálfboðaliðum og hefur vaxið jafnt og þétt yfir árin. Á hverju sumri höldum við allskyns viðburði, bæði fræðslu og ýmsar skemmtanir.

Hafið samband í seljagardur109@gmail.com

Frjáls framlög í reikning: 526-26-141410 kt. 470314-1410

Færðu inn athugasemd