Ó borg mín borg

Núna eru nokkrir mánuðir síðan að hugmyndin fór úr hausum okkar yfir í að vera sett á pappír og þaðan í hendur á öðrum.

En það er ekki nóg að hafa hugmyndir, maður verður líka að vera praktískur og taka réttar ákvarðanir. Staðan er sú að flestir myndu eflaust vilja fá samfélagsrekið og sjálfbært borgarbýli í hvert hverfi. En þar sem ekki er til fordæmi hér í borginni þarf að sannfæra ýmsa aðila um að dæmið gangi upp.

Við tókum þá ákvörðun um að leita til borgarinnar í leit að stuðningi. Við höfum núna lagt inn erindi að fá afnot af lóð sem er inn í miðju íbúðarhverfi. Lóðin þarf að vera minnst fjögur til fimmhundrum fermetrar að stærð og með aðgang að vatni og rafmagni.

Nú er bara að krossleggja fingur og vona að allt gangi að óskum!

Ef að þú, kæri lesandi, hefur áhuga á að taka þátt að einhverju leiti, hafðu þá samband í midgardur.borgarbyli@gmail.com og kynntu þig.

Birt af Seljagarður borgarbýli

Samfélagslega rekinn grenndargarður og gróðurhús í Breiðholti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: