Tveir garðar í bígerð!

Spennandi tímar eru framundan! Hópurinn hefur ákveðið að skipta sér niður í tvö systraverkefni. Eitt mun vera í Seljahverfi en staðsetningin á öðru verkefninu kemur í ljós innan skamms.

Fyrsti opni viðburðurinn fyrir Seljagarð hefur nú verið auglýstur þar sem áhugasömum er boðið að koma og taka þátt. Fundurinn verður haldinn klukkan 14:20 laugardaginn 24. maí en staðsetningin mun vera tilkynnt síðar í vikunni. Þessi fundur er ætlaður sem kynning bæði á vistrækt (e. permaculture) og á samfélagsgörðum (e. community gardens). Þetta er tækifæri til að kynnast og sjá hverjir vilja taka þátt og hvernig. Margar leiðir eru til þátttöku og við bjóðum öllum að vera með.  Á fundinum munum við einnig byrja að hanna garðinn sjálfan ef veður leyfir.

Endilega finnið okkur á feisbúkk þar sem allir viðburðir eru auglýstir!

 

Birt af Seljagarður borgarbýli

Samfélagslega rekinn grenndargarður og gróðurhús í Breiðholti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: