„Fjölmiðlafár“ allt að verða vitlaust

„Fjölmiðlafár“

Gaman var að fá að fara í Morgunútvarp Rásar tvö um daginn og svara spurningum um borgarbýlið. Við, Þórey Mjallhvít og Páll Líndal, fengum tækifæri að koma hugmyndinni á framfæri og útskýra aðeins hvað hópurinn stendur fyrir. Hér má finna viðtalið: http://www.ruv.is/mannlif/vilja-borgarbyli-i-oll-hverfi. Einnig má finna viðtal við Þóreyju Mjallhvíti í síðasta tölublaði Sumarhússins og garðsins þar sem hún lýsir sinni aðkomu að verkefninu.

Borgaráhugi

Það er frábært hversu mikill áhugi er að myndast á matjurtarækt í borginni. Fyrir nokkrum dögum kom frétt á Rúv um að samþykkt hefði verið að hvetja fólk til matjurtaræktunar á opnum svæðum. Sama dag hljómaði facebook-status Dags B. Eggertsonar svona:

„Hvar sjáið þið fyrir ykkur matjurtagarða í hverfum borgarinnar? Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur til 2030 (AR2030) er nefnilega frábær kafli um borgarbúskap. Þar er meðal annars talað um að stórfjölga matjurtagörðum í hverfunum. Þótt Sjálfstæðismenn hafi ekki allir stutt AR2030 þá lögðu þeir í dag til að auglýst yrði eftir hugmyndum borgarbúa um svæði fyrir matjurtagarða í borgarstjórn – og við samþykktum það að sjálfsögðu – einróma. Þannig að nú er bara að láta sér detta skemmtileg og hentug svæði í hug. Þið trúið ekki hvað þetta getur verið hugguleg viðbót við mannlífið. Bendi líka á heimasíðu aðalskipulagsins: www.adalskipulag.is

Laugardalurinn og Íbúasamtök Laugardals

Í dag hittum við fulltrúa úr Íbúasamtökum Laugardals og ræddum lóðina við hliðin á matjurtagörðunum í Laugardalnum. Við höfum ákveðið að fara í samstarf og íbúasamtökin munu leggja fram hvatningu til borgarinnar un að Miðgarður – borgarbýli fái leyfi af afnotum af þessari lóð. Nú verður bara spennandi að sjá hvernig málin munu þróast. Borgin hefur vissulega sýnt áhuga á að fá fjölbreyttari matjurtaræktun inn í borgina. En það er ekki til opinber farvegur inn í kerfinu sjálfu. Við vonum að erindinu okkar um aðgang að lóð í Laugardalnum verði tekið vel og af röggsemi. Enda skiptir máli fyrir okkur að fá aðgang að lóðinni sem fyrst svo að við getum byrjað að skapa og rækta!

 

Birt af Seljagarður borgarbýli

Samfélagslega rekinn grenndargarður og gróðurhús í Breiðholti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: